mán 26. júlí 2021 10:29
Elvar Geir Magnússon
Myndir: Ronaldo fékk alvöru móttökur þegar hann mætti úr sumarfríi
Fleiri myndir eru hér fyrir neðan.
Fleiri myndir eru hér fyrir neðan.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo er mættur aftur til starfa hjá Juventus eftir sumarfrí og mun hann funda í dag með forráðamönnum félagsins um framtíð sína.

Ronaldo vann gullskóinn á EM alls staðar þar sem hann skoraði fimm mörk og eftir stutt sumarfrí er hann nú mættur til Tórínó til að búa sig undir komandi tímabil í ítölsku A-deildinni.

Hann fékk svo sannarlega höfðinglegar móttökur þegar hann mætti á æfingasvæði Juventus. Aðdáendur hans tóku vel á móti honum og lýstu því yfir að þeir vilja halda honum í herbúðum félagsins.

Ronaldo veitti eiginhandaráritanir og bolamyndir en ýmsar slúðursögur hafa verið í gangi um framtíð hans. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við ítalska stórliðið.

Þrátt fyrir að vera orðinn 36 ára er Ronaldo einn hættulegasti sóknarmaður heims en hann skoraði 29 mörk í ítölsku A-deildinni á síðasta tímabili og varð markakóngur deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner