Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 26. júlí 2021 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Viðar Ari og Samúel Kári á skotskónum í bikarnum
Viðar Ari Jónsson.
Viðar Ari Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingarnir Samúel Kári Friðjónsson og Viðar Ari Jónsson voru á skotskónum í gær þegar Viking og Sandefjord fóru áfram í norska bikarnum.

Sandefjord, sem er í efstu deild, heimsótti Pors Grenland og vann þar sannfærandi sigur. Viking leikur einnig í efstu deild og vann sigur á Staal Jorpeland, 2-3. Samúel skoraði fyrsta mark leiksins á 25. mínútu leiksins.

Viðar Ari rak lokahnútinn á flottan sigur með því að skora fjórða mark liðsins. Lokatölur 1-4 fyrir Sandefjord sem er í 11. sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Viðar Ari, sem er 27 ára, hefur átt flott tímabil með Sandefjord. Hann getur leikið sem bæði hægri bakvörður og kantmaður.

Samúel Kári er miðjumaður sem er 25 ára gamall. Hann hefur skorað þrjú mörk í deildinni fyrir Viking sem situr í 10. sæti.

Þeir voru ekki einu Íslendingarnir sem voru á skotskónum í norska bikarnum um helgina. Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði þrennu fyrir sína menn í Kristiansund.
Athugasemdir
banner
banner
banner