Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   lau 26. júlí 2025 16:00
Brynjar Ingi Erluson
Valdi ekki Díaz út af vangaveltum um framtíð hans - Nunez að glíma við meiðsli
Mynd: EPA
Darwin Nunez og Luis Díaz voru ekki í hópnum hjá Liverpool í 4-2 tapinu gegn AC Milan í Hong Kong í dag, en Arne Slot, stjóri félagsins, útskýrði fjarveru þeirra eftir leikinn.

Mikil umræða hefur verið um framtíð beggja en Nunez hefur verið orðaður við Napoli og félög í Sádi-Arabíu á meðan Bayern München hefur verið að eltast við Díaz.

Þó það sé nánast öruggt að Nunez sé á förum þá var það ekki ástæða þess að hann hafi verið fjarverandi í dag.

Slot sagði við fjölmiðla eftir leikinn að hann væri að glíma við smávægileg meiðsli en staðfesti að það hafi verið aðrar ástæður fyrir fjarveru Díaz.

„Já, Luis Díaz var ekki í hópnum í dag út af vangaveltum um framtíð hans,“ sagði Slot.

Liverpool hafnaði á dögunum 58,5 milljóna punda tilboði Bayern í Díaz, en þýska félagið er að undirbúa nýtt tilboð og er talið líklegt að það verði samþykkt.
Athugasemdir
banner