Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 26. september 2021 14:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar Grétars er frekur og vill meira: Erum drullu ósáttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pepsi Max-deildinni lauk í gær. Það var gríðarlega barátta á öllum vígstöðum.

Lestu um leikinn: KA 2 -  2 FH

KA gerði 2-2 jafntefli gegn FH á Akureyri og missti þar af leiðandi af 3. sæti sem gæti gefið evrópusæti.

Félagið staðfesti á dögunum að Arnar Grétarsson myndi þjálfa liðið áfram á næsta tímabili.

„Við vorum búnir að tala um ákveðna hluti og þeir eru búnir að tala um það að þeir verða í lagi á næsta ári og þá kom ekkert annað til greina," sagði Arnar í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn í gær.

Hann er bjartsýnn á að liðið geri betur á næstu leiktíð.

„Mér líður gríðarlega vel á Akureyri og tel mig vera með mjög góðan hóp í höndunum og flott teymi með mér. Auðvitað erum við drullu ósáttir að lenda í 4. sæti, ég er frekur og vill meira. Ég er gríðarlega stoltur af strákunum hvert þeir hafa farið, þeir hafa tekið stórt skref framá við, við þurfum að bæta ofan á það fyrir næsta ár,"
Arnar Grétars: Tilfinningin var eins og að tapa
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner