Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 26. október 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Antonio Insigne: Augljóst að ég er sá hæfileikaríki
Mynd: Getty Images
Antonio Insigne á tvo yngri bræður sem heita Lorenzo og Roberto. Annar þeirra er fyrirliði Napoli og hinn leikur fyrir Benevento, nýliða í Serie A sem hafa verið að gera vel undir stjórn Filippo Inzaghi.

Antonio gaf skemmtilega innsýn inn í æsku bræðranna og sagði frá því þegar bræður hans byrjuðu að hafa áhuga á fótbolta þökk sé honum.

„Ég er þremur árum eldri en Lorenzo og sex árum eldri en Roberto. Þeir byrjuðu ekki að hafa áhuga á fótbolta fyrr en þeir horfðu á mig spila," sagði Antonio við Il Mattino.

„Lorenzo kom á alla leikina mína í æsku. Við fórum hins vegar mismunandi leiðir með ferilinn þar sem ég hélt mig við áhugamannadeildirnar á meðan þeir eru báðir í Serie A. Það er heiður fyrir mig að eiga tvo bræður í efstu deild, það er sjaldgæft.

„Þrátt fyrir það er augljóst að ég er sá hæfileikaríki í fjölskyldunni. Ég segi það alltaf við þá."


Lorenzo og Roberto mættust er Napoli lagði Benevento að velli um helgina. Roberto skoraði fyrsta mark leiksins en Lorenzo jafnaði svo með glæsilegu marki. Napoli stóð uppi sem sigurvegari að lokum, 1-2.
Athugasemdir
banner
banner
banner