Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool, stefnir á að ná allt að 20 stoðsendingum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Alexander-Arnold hefur byrjað þetta tímabil virkilega vel og hefur lagt upp átta mörk og skorað tvö í 13 leikjum í öllum keppnum til þessa.
Það er stefna leikmannsins að skrá sig í sögubækurnar en aðeins Paul Pogba og Mohamed Salah hafa lagt upp fleiri mörk í deild á leiktíðinni.
„Ég vil bæta eins mörg met og ég get. Ég vil komast í sögubækurnar með minni frammistöðu og tölfræði," sagði Alexander-Arnold.
„Þetta snýst um að gefa mitt fyrir liðið og sjá til þess að við vinnum leiki. Liðstitlarnir eru mun mikilvægari en einstaklingstitlar. Ég nota þá þó sem ákveðna hvatningu."
„Það minnsta sem ég get gert er að komast í tveggja stafa tölu og ég hef nú þegar náð því. Ég get sagt það að ég mun líklega ná 15 til 20 í deildinni á tímabilinu."
Athugasemdir