Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 27. janúar 2020 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tíu félagaskipti sem gætu enn gengið í gegn
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Slimani til United?
Slimani til United?
Mynd: Getty Images
Það hafa einungis 22 leikmenn verið keyptir í tólf ensk úrvalsdeildarfélög í þessum janúarglugga.

Sky Sports tók í dag saman lista yfir tíu stór nöfn sem gætu enn skipt um félag áður en glugginn lokar á föstudag. Þó talan 22 tengist úrvalsdeildarfélögum þá er ekki eingöngu verið að horfa til úrvalsdeildarfélaga þegar þessi listi er gerður.

Christian Eriksen, Tottenham til Inter Milan
Það bendir allt í það að danski miðjumaðurinn verði staðfestur hjá ítalska félaginu, jafnvel í kvöld.

Bruno Fernandes, Sporting til Manchester United
Jorge Mendes, umboðsmaður portúgalska miðjumannsins, sagði ekkert víst í þeim efnum að Fernandes myndi fara til United í þessum glugga.

Fernandes er í hópnum hjá Sporting sem á leik í kvöld.

Boubakary Soumare, Lille til Chelsea
Manchester United hefur einnig verið orðað við Soumare. Soumare hefur verið sagður líkjast Paul Pogba sem leikmaður en án allra vandamálanna.

Islam Slimani, Leicester til Manchester United
United er í leit að framherja eftir að ljóst var að Marcus Rashford verður frá í lengri tíma vegna meiðsla.

Edinson Cavani, PSG til Atletico Madrid
Cavani var ekki í hópnum hjá PSG í gær. Chelsea og United hafa einnig áhuga.

Mykola Matviyenko, Shakhtar til Arsenal
Mikel Arteta er í leit að nýjum varnarmanni og er Úkraínumaðurinn talinn eitt af skotmörkum nýja stjórans.

Moussa Dembele, Lyon til Chelsea
Frank Lampard vill fá framherja í hópinn því Tammy Abraham glímir við meiðsli og allt bendir til þess að Olivier Giroud yfirgefi félagið.

Krzysztof Piatek, AC Milan til Tottenham
Piatek hefur fallið aftar í goggunarröðina hjá Milan eftir komu Zlatan til félagsins. Tottenham vantar framherja eftir að Harry Kane meiddist illa og verður hann líklega frá út leiktíðina.

Olivier Giroud, Chelsea til Inter
Eins og nefnt var hér að ofan er líklegt að Giroud fari í glugganum. Samningur hans við Chelsea rennur út í sumar.

Paul Pogba, Manchester United til Real Madrid
Af einhverjum ástæðum er Pogba með á lista Sky Sports en það eru 99% líkur á því að hann verður leikmaður Manchester United fram á sumar. Pogba er að jafna sig af meiðslum þessa stundina. Mino Raiola, umboðsmaður Pogba, tjáði sig um framtíð Pogba á dögunum og í orð Raiola má lesa þann möguleika að Pogba fari í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner