Pochettino að missa starfið? - Man Utd tilbúið að losa sig við Antony og fleiri - Mörg lið berjast um Palhinha - De Bruyne vill MLS frekar en...
banner
   fös 27. janúar 2023 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mónakó hlerar Arsenal varðandi Lokonga
Mynd: Heimasíða Arsenal
Mónakó hefur sett sig í samband við Arsenal og forvitnast hvort hægt sé að fá miðjumanninn Albert Sambi Lokonga frá félaginu.

Arsenal er ólíklegt til að hleypa Lokonga í burtu ef liðið nær ekki að fá inn miðjumann í staðinn fyrir lok gluggans.

Lokonga hefur byrjað tíu leikjum í öllum keppnum en þegar Arsenal teflir sínu sterkasta liðið fram er Lokonga varamaður fyrir þá Granit Xhaka og Thomas Partey.

Mohamed Elneny, annar miðjumaður Arsenal, glímir við meiðsli og er óvíst hversu lengi hann verður frá. Arsenal er á leiðinni í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar og gæti farið lengra í enska bikarnum og því þarf liðið að vera með einhverja breidd í leikmannahópnum.

Lokonga er 23 ára Belgi sem kom frá Anderlecht sumarið 2021.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner