Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 27. febrúar 2021 18:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengjubikarinn: Ásgeir tryggði KA sigur - Frábær aukaspyrna Grímsa
Grímsi skoraði beint úr aukaspyrnu
Grímsi skoraði beint úr aukaspyrnu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA 2 - 1 HK
0-1 Bjarni Gunnarsson ('6)
1-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('33)
2-1 Ásgeir Sigurgeirsson ('86)

KA lagði HK í Lengjubikarnum í dag, liðin leika í riðli 1 í A-deildinni.

Bjarni Gunnarsson kom gestunum yfir í Boganum með marki eftir snarpa sókn á sjöttu mínútu leiksins. Hallgrímur Mar Steingrímsson jafnaði leikinn með marki á 33. mínútu beint úr aukaspyrnu - Arnar Freyr í marki HK stóð hreyfingarlaus í markinu, frábær spyrna.

Staðan var 1-1 í hléi en á 86. mínútu skoraði Ásgeir Sigurgeirsson það sem reyndist sigurmarkið. Ásgeir skoraði með skalla eftir hornspyrnu.

KA er með sex stig eftir þrjá leiki í riðlinum líkt og HK. Valur er einnig með sex stig en á leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner