Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 27. febrúar 2024 23:52
Brynjar Ingi Erluson
Howe létt eftir fjörugan leik - „Þetta var aldrei að fara vera auðvelt einvígi“
Eddie Howe
Eddie Howe
Mynd: Getty Images
Martin Dubravka var frábær
Martin Dubravka var frábær
Mynd: EPA
Enska stjóranum Eddie Howe var verulega létt eftir sigur Newcastle United á Blackburn Rovers í fimmtu umferð enska bikarsins í kvöld.

Newcastle vann Blackburn eftir vítakeppni en B-deildarliðið var betra liðið á stórum köflum leiksins.

Gestirnir í Newcastle komust yfir með marki Anthony Gordon en Sammie Szmodics sá til þess að jafna og koma Blackburn í framlengingu.

Þar skiptust markverðirnir á að verja áður en Newcastle kláraði dæmið í vítakeppninni.

„Það er bara ein tilfinning sem ég hef núna og það er léttir. Þetta var baráttuleikur þar sem bæði lið gáfu allt til að vinna, og gáfu í raun ekkert eftir. Við erum hæstánægðir með að vera í hattinum fyrir næstu umferð.“

„Þeir pökkuðu í vörn og á miðju þannig það var erfitt fyrir okkur að brjóta þá niður. Þetta hefði getað verið betri en við náðum í fyrsta markið og það var mjög vel gert.“

„Strákarnir héldu haus og voru rólegir. Mér fannst hver einasta vítaspyrna mjög vel tekin.“


Martin Dubravka átti stórleik í marki Newcastle. Hann varði mörg góð færi Blackburn og varði síðan tvær vítaspyrnur í vítakeppninni til að landa sigrinum.

„Þegar þú sérð tímabilið sem við höfum átt og stöðuna sem við erum í, þá vissum við að þetta væri aldrei að fara vera auðvelt einvígi. Martin átti nokkrar góðar vörslur, sem var nákvæmlega sem við þurftum frá honum, en við klúðruðum líka mörgum frábærum tækifærum á síðasta þriðjung vallarins.“

„Mikilvægasta er að tímabilið okkar er áfram í fullum gangi og við erum í skýjunum með að vera komnir í næstu umferð,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner