Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 27. júní 2022 10:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man Utd neitaði áhugaverðu tilboði frá Barca - Bellingham til Liverpool?
Powerade
United vill ekki missa Maguire.
United vill ekki missa Maguire.
Mynd: EPA
Bellingham til Liverpool?
Bellingham til Liverpool?
Mynd: EPA
Áfram hjá Bayern?
Áfram hjá Bayern?
Mynd: EPA
Slúðrið á þessum mánudegi er tekið saman af BBC og er í boði Powerade.



Manchester United hefur neitað tilraun Barcelona til að fá Harry Maguire (29) sem hluta af kaupverðinu í Frenkie de Jong (25). United er að reyna fá hollenska miðjumanninn í sínar raðir. (Sun)

Gabriel Jesus (25) hefur samþykkt að skrifa undir fimm ára samning við Arsenal. (Guardian)

Liverpool hefur trú á því að félagið geti fengið Jude Bellingham (18) frá Dortmund. (Sun)

West Ham hefur áhuga á því að fá James Ward-Prowse (27) frá Southampton í sumar. (Sky Sports)

West Ham hefur einnig boðið Jesse Lingard (29) samning en hann verður formlega samningslaus hjá Manchester United í vikunni. (Sky Sports)

Christian Eriksen (30) er að nálgast ákvörðun varðandi sína framtíð. Tottenham horfir til annarra leikmanna en Brentford vonast til að halda Dananum í sínum röðum. (Fabrizio Romano)

West Ham hefur sett sig í samband við Villarreal og vill kaupa Arnaut Danjuma (25) af spænska félaginu. (Guardian)

Bayern Munchen vill fá 52 milljónir punda hið minnsta fyrir Robert Lewandowski (33). Barcelona vill fá pólska framherjann í sínar raðir. (Sky Sports)

Manchester United gæti einungis veitt Erik ten Hag 100 milljónir punda til að gera breytingar á leikmannahópi félagsins. (Sun)

Tottenham hefur haft samband við RB Leipzig varðandi Josko Gvardiol (20). Gvardiol er króatískur varnarmaður. (Nabil Djellit)

Crystal Palace ætlar sér að fá Cheick Doucoure (22), miðjumann Lens. (Athletic)

Manchester United er tilbúið að selja Brandon Williams (21) á tíu milljónir punda í sumar. (Mail)

Atletico Madrid fylgist með stöðu mála hjá Josip Juranovic (26) varnarmanni Celtic. (Record)

Mónakó ætlar sér að fá Andrea Belotti (28) frá Tórínó. AC Milan hefur einnig áhuga. (Ekrem Konur)

Umboðsmaður Sadio Mane hefur neitað að skjólstæðingur sinn hafi farið frá Liverpool til Bayern Munchen vegna þess að launin hjá Liverpool hafi ekki verið nógu há. (TVMondo)

Leeds ætlar sér að fá annað hvort Tyler Adams (23) frá RB Leipzig eða Mohamed Camara (22) frá RB Salzburg ef Kalvin Phillips (26) fer frá Leeds til Manchester City. (Mail)

Angel Di Maria (34) er nálægt því að skrifa undir hjá Juventus, Barcelona hefur einnig áhuga. (Calciomercato)

Manchester United og Cristiano Ronaldo (37) hafa neitað tilboði David Beckham og Inter Miami í Portúgalann. (Star)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner