Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   sun 27. september 2020 17:02
Stefán Marteinn Ólafsson
Mikki: Þetta kláraði mótið fyrir okkur held ég
Mikael Nikulásson.
Mikael Nikulásson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er hrikalega dýrt og þetta kláraði mótið fyrir okkur held ég," sagði Mikael Nikulásson þjálfari Njarðvíkur eftir 1 - 1 jafntefli gegn Dalvík/Reyni i 2. deildinni í dag.

Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  1 Dalvík/Reynir

„Við vorum bara ekki nógu góðir og Dalvík voru grimmir. Við vissum það alveg, þeir eru að berjast fyrir lífi sínu í þessari deild. En ég var mjög ósáttur við okkur í dag."

„Mér fannst vanta alla baráttu. Við sundurspiluðum þá fyrstu 15-20 mínúturnar en náðum ekki að komast yfir. Svo dettum við aftur á völlinn eins og hefur verið að gerast hjá okkur."

„Það var einhver þreyta í þessu hjá okkur í dag sem er engin afsökun því þeir ferðuðust hingað frá Dalvík og hafa spilað jafnmarga leiki og við. Þeir voru grimmari á alla bolta og við vorum slakir."


Marc McAusland spilandi aðstoðarmaður Mikaels tók út seinni leik sinn í leikbanni sem hann var dæmdur í útfrá YouTube upptöku.

„Hvernig var dæmt í því máli var KSÍ til vansa og þau vita að það á jafnt að ganga yfir alla og það var ekki þannig í þessu tilfelli. Það vorum við ósáttir við," sagði Mikael.

Nánar er rætt við Mikael í sjónvarpinu hér að ofan. Þar er hann spurður hvort Lengjudraumurinn sé úti?

„Nei, það er ekkert úti í þessu. Við erum þremur stigum frá 2. sætinu og ekki með markatöluna. Að sjálfsögðu verður það mjög erfitt en við hættum ekkert fyrr en það er búið."
Athugasemdir
banner
banner