Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   sun 27. september 2020 17:02
Stefán Marteinn Ólafsson
Mikki: Þetta kláraði mótið fyrir okkur held ég
Mikael Nikulásson.
Mikael Nikulásson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er hrikalega dýrt og þetta kláraði mótið fyrir okkur held ég," sagði Mikael Nikulásson þjálfari Njarðvíkur eftir 1 - 1 jafntefli gegn Dalvík/Reyni i 2. deildinni í dag.

Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  1 Dalvík/Reynir

„Við vorum bara ekki nógu góðir og Dalvík voru grimmir. Við vissum það alveg, þeir eru að berjast fyrir lífi sínu í þessari deild. En ég var mjög ósáttur við okkur í dag."

„Mér fannst vanta alla baráttu. Við sundurspiluðum þá fyrstu 15-20 mínúturnar en náðum ekki að komast yfir. Svo dettum við aftur á völlinn eins og hefur verið að gerast hjá okkur."

„Það var einhver þreyta í þessu hjá okkur í dag sem er engin afsökun því þeir ferðuðust hingað frá Dalvík og hafa spilað jafnmarga leiki og við. Þeir voru grimmari á alla bolta og við vorum slakir."


Marc McAusland spilandi aðstoðarmaður Mikaels tók út seinni leik sinn í leikbanni sem hann var dæmdur í útfrá YouTube upptöku.

„Hvernig var dæmt í því máli var KSÍ til vansa og þau vita að það á jafnt að ganga yfir alla og það var ekki þannig í þessu tilfelli. Það vorum við ósáttir við," sagði Mikael.

Nánar er rætt við Mikael í sjónvarpinu hér að ofan. Þar er hann spurður hvort Lengjudraumurinn sé úti?

„Nei, það er ekkert úti í þessu. Við erum þremur stigum frá 2. sætinu og ekki með markatöluna. Að sjálfsögðu verður það mjög erfitt en við hættum ekkert fyrr en það er búið."
Athugasemdir
banner
banner