Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 27. september 2021 12:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Jón Daði í frystinum: Þetta er ekkert gaman
Jón Daði Böðvarsson á landsliðsæfingu í mars.
Jón Daði Böðvarsson á landsliðsæfingu í mars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Daði í baráttunni gegn Þýskalandi í mars.
Jón Daði í baráttunni gegn Þýskalandi í mars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson hefur ekki spilað með Millwall í ensku Championship-deildinni það sem af er tímabili. Jón Daði hefur komið við sögu í einum leik í enska deildabikarnum en annars verið annað hvort utan hóps eða á bekknum. Jón hefur einungis einu sinni verið í hóp í deildarleik á leiktíðinni.

Jón Daði ræddi stöðu sína í viðtali við Sindra Sverrisson á Vísi.

„Maður fékk þau skilaboð þegar undirbúningstímabilið var hálfnað í sumar að maður yrði ekki eins mikið í myndinni og maður myndi vilja – það var í raun gefið í skyn að maður ætti að leita sér að öðru félagi. Maður hefur unnið í því en það tekur tíma," sagði Jón Daði við Vísi. Jón ætlar sér að komast í annað félag þegar opnað verður fyrir félagaskipti í janúar.

Jón segist hafa reynt að finna nýtt félag undir lok félagaskiptagluggans en segist ekki hafa verið nálægt því að yfirgefa Millwall.

„Ég er búinn að vera sex ár í Englandi og mann langar til að prófa eitthvað nýtt, í öðru umhverfi. Ef að hugur manns er ekki nógu heillaður þá gengur það ekki. Það gekk því ekki upp að ég færi neitt í sumar en markmiðið númer eitt, tvö og þrjú er að fara eitthvert í janúar því þetta er ekkert gaman," sagði Jón Daði.

Jón Daði er 29 ára sóknarmaður sem á að baki 60 A-landsleiki. Jón Daði gekk í raðir Millwall árið 2019 frá Reading.

Smelltu hér til að lesa viðtalið við Jón Daða í heild.

Sjá einnig:
Vonar að Jón Daði komist inn í liðið hjá Millwall eða fari annað (27. ágúst)
Athugasemdir
banner
banner
banner