Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 27. september 2021 10:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þrír hörku leikmenn samningslausir - „Erum að spjalla við þá"
Dusan Brkovic
Dusan Brkovic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þeir Dusan Brkovic, Mark Gundelach og Mikkel Qvist eru allir samningslausir. Þeir spiluðu allir með KA gegn FH á laugardag í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar. Dusan gekk í raðir félagsins fyrir tímabilið og samdi út tímabilið. Þeir Gundelach og Qvist komu svo í sumarglugganum.

Qvist kom á láni frá Horsens og rennur samningur hans við danska félagið út um áramótin. Gundelach kom frá HB Köge og er hann einnig að verða samningslaus.

Arnar Grétarsson, þjálfari KA, ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn gegn FH.

„Það er ekki komið á hreint hvort þeir verði áfram. Við erum að spjalla við þá Dusan, Mark og Mikkel. Þeir eru allir samningslausir og það er eitthvað sem við þurfum að skoða. Annars er staðan á hópnum mjög fín en við þurfum að skoða með þessa þrjá hörku leikmenn. Að öðru leyti erum við í góðum málum," sagði Arnar.

KA endaði í 4. sæti deildarinnar og var sigri gegn FH frá því að landa þriðja sætinu í deildinni.
Arnar Grétars: Tilfinningin var eins og að tapa
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner