Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 27. september 2021 19:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Láki um 'geðveikina' á Þórsvelli: Oft rifist við áhorfendur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorlákur Árnason tók við sem þjálfari Þór frá Akureyri í dag.

Fótbolti.net var á staðnum er hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.

Það er þekkt að það er mikil ástríða á Þórsvellinum og geta oft verið mikil læti bæði innan vallar sem og í stúkunni. Þorlákur var spurður hvort hann vilji halda í það.

„Ég hataði að koma hingað. Ég er ógeðslega oft búinn að rífast við áhorfendur hérna, sérstaklega með Stjörnunni í kvennaboltanum. Þetta er stór klúbbur í mínum huga, þessi ástríða er alveg stórkostleg, það er klárlega eitthvað sem ég vil halda í," sagði Þorlákur.

Hann segist spenntur fyrir því að móta liðið samkvæmt sínu höfði.

„Ég hef tækifæri núna til að byrja uppá nýtt þannig að leikstíll og DNA er eitthvað sem ég fæ að móta og við munum velja leikmenn í það en klárlega að halda í þessa geðveiki sem er stundum í stúkunni."
Láki: Finnst Þór þurfa á mér að halda núna
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner