Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
   lau 25. október 2025 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Le Bris mætir Chelsea: Ekki hægt að leysa allt með peningum
Le Bris er að gera frábæra hluti með Sunderland.
Le Bris er að gera frábæra hluti með Sunderland.
Mynd: EPA
Guiu komst í sögubækurnar þegar hann skoraði gegn Ajax.
Guiu komst í sögubækurnar þegar hann skoraði gegn Ajax.
Mynd: EPA
Sunderland heimsækir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag og er Régis Le Bris þjálfari spenntur fyrir áskoruninni.

Nýliðar Sunderland hafa farið furðu vel af stað í ensku úrvalsdeildinni og eru jafnir Chelsea í efri hluta deildarinnar, með 14 stig eftir 8 umferðir.

„Það er ekki hægt að leysa allt með peningum," sagði Le Bris á fréttamannafundi í gær, en Sunderland bætti heilum 15 leikmönnum við hópinn hjá sér í sumar. „Það þarf peninga til að vera samkeppnishæfur á leikmannamarkaðinum, en eftir það er nauðsynlegt að vera með sterkan þjálfara sem hefur skýrar hugmyndir um hlutverk leikmanna og ímynd liðsins.

„Við vorum heppnir að ná að landa svona mikið af góðum leikmönnum sem passa við hópinn. Við sóttum mikið af réttum prófílum í sumar sem eru að standa sig vel, þetta voru frábærar ráðningar."


Sunderland fékk Marc Guiu til sín á lánssamningi frá Chelsea, en stórveldið endurkallaði hann aftur til baka eftir að hafa misst Liam Delap í meiðsli. Guiu er aðeins 19 ára gamall og skoraði í stórsigri Chelsea gegn Ajax í Meistaradeildinni í vikunni.

„Stundum eru utanaðkomandi öfl sem hafa áhrif og það gerðist með Marc. Við erum þakklátir fyrir þann stutta tíma sem við fengum með honum en núna erum við einbeittir að því að gera vel með hópinn sem er eftir. Við eigum í góðum samskiptum við Chelsea og eftir samræður undir lok sumars þá komumst við að þeirri niðurstöðu að senda leikmanninn aftur til þeirra.

„Markaðurinn er markaðurinn og stundum koma upp óútreiknanlegar aðstæður. Við gátum sem betur fer fundið aðra lausn fyrir okkur svo við erum í góðri stöðu."


Sunderland keypti Brian Brobbey úr röðum Ajax til að fylla í skarðið fyrir Guiu.

   02.09.2025 06:00
Guiu stoppaði stutt hjá Sunderland - „Heiður að klæðast þessari treyju"

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Liverpool 8 5 0 3 14 11 +3 15
4 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
5 Chelsea 8 4 2 2 16 9 +7 14
6 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
7 Sunderland 8 4 2 2 9 6 +3 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Man Utd 8 4 1 3 11 12 -1 13
10 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
11 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
12 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
13 Leeds 9 3 2 4 9 14 -5 11
14 Brentford 8 3 1 4 11 12 -1 10
15 Newcastle 8 2 3 3 7 7 0 9
16 Fulham 8 2 2 4 8 12 -4 8
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir
banner
banner
banner