Það fer fram risaleikur á Kerecis-vellinum á Ísafirði í dag þegar Vestri tekur á móti KR í lokaumferð Bestu deildarinnar. Bæði lið geta fallið í dag og fyrir leikinn er ljóst að sigurliðið mun halda sæti sínu í deildinni. Vestri gæti haldið sér uppi með jafntefli, en þá má Afturelding ekki vinna á Skaganum. Báðir leikirnir hefjast klukkan 14:00.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, á afmæli í dag en hann fæddist 1973. Hann er á leið í hreinan úrslitaleik á sjálfan afmælisdaginn. Óskar ræddi við Vísi áður en KR-ingar héldu vestur í gær.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, á afmæli í dag en hann fæddist 1973. Hann er á leið í hreinan úrslitaleik á sjálfan afmælisdaginn. Óskar ræddi við Vísi áður en KR-ingar héldu vestur í gær.
Lestu um leikinn: Vestri 0 - 2 KR
„Ef það er einhver tími og staður sem þú getur lært, þar sem þú kemst að því hver þú ert, þá er það í svona stöðu. Það getur verið mjög dýrmætt að komast að því hvað þú ert, hver þú ert og hvernig þú bregst við því í þessum aðstæðum. Margir leikmenn hafa farið í gegnum ferilinn sinn án þess að hafa þurft að glíma við þetta. Ég horfi björtum fram veginn. Við ætlum okkur að vinna leikinn, ef við ætlum að bjarga sætinu þurfum við að vinna og það hentar okkur vel. Við sleppum handbremsunni og keyrum á Vestramenn," segir Óskar.
Aðspurður um sig sjálfan, hvernig það sé að vera í þessari stöðu, segir Óskar að í þessari þetta snúist um egóið.
„Að maður nái að setja egóið sitt til hliðar. Þetta er mjög hollt, auðmýkjandi. Ég hef átt þokkalega gengi að fagna á mínum þjálfaraferli og hef ekki verið í þessari stöðu. Maður lærir auðmýkt, fæstir þjálfarar eru raðsigurvegarar. Eina sem maður getur gert er að reyna gera sitt besta og stjórna því sem maður hefur stjórn á."
„Við höfum stjórn á frammistöðunni okkar, höfum stjórn á því hvað við leggjum á okkur og hvernig við vinnum saman sem lið. Þú verður auðmjúkur þegar þú ert í þessari stöðu, enda engin ástæða til annars. Ég hef líka sagt að þetta sé hollt fyrir félagið að öðlast smá auðmýkt," segir Óskar. Hann biður sína leikmenn að vera ekki með eftirsjá eftir leikinn og segir að frammistaðan muni ráða úrslitum í leiknum.
Smelltu hér til að nálgast viðtalið í heild sinni.
Besta-deild karla - Neðri hluti
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. KA | 27 | 11 | 6 | 10 | 45 - 49 | -4 | 39 |
| 2. ÍBV | 27 | 9 | 6 | 12 | 34 - 37 | -3 | 33 |
| 3. ÍA | 26 | 10 | 1 | 15 | 36 - 50 | -14 | 31 |
| 4. Vestri | 26 | 8 | 5 | 13 | 25 - 39 | -14 | 29 |
| 5. KR | 26 | 7 | 7 | 12 | 50 - 61 | -11 | 28 |
| 6. Afturelding | 26 | 6 | 9 | 11 | 36 - 45 | -9 | 27 |
Athugasemdir


