Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
   lau 25. október 2025 11:10
Brynjar Ingi Erluson
Messi byrjar úrslitakeppnina af krafti
Lionel Messi skoraði tvö fyrir Inter Miami
Lionel Messi skoraði tvö fyrir Inter Miami
Mynd: EPA
Lionel Messi fagnaði nýjum samningi hjá Inter Miami með því að skora tvennu í 3-1 sigri á Nashville í fyrsta leik liðanna í 1. umferð í úrslitakeppni MLS-deildarinnar í nótt.

Messi skrifaði á dögunum undir nýjan tveggja ára samning við Inter Miami og mun því spila með liðinu fram yfir fertugt.

Argentínumaðurinn er að eiga sitt besta tímabil með Miami frá því hann kom frá Paris Saint-Germain fyrir tveimur árum, en hann var markahæstur í deildarkeppninni með 29 mörk og einnig með flestar stoðsendingar eða 19 talsins.

Hann kom Inter Miami inn í úrslitakeppnina og fer liðið frábærlega af stað en það vann Nashville, 3-1, í fyrsta leiknum í 1. umferðinni í nótt og skoraði Messi tvennu.

Fyrra markið gerði hann með skalla á 19. mínútu en seinna markið af stuttu færi eftir markmannsmistök.

Miami mætir Nashville aftur um næstu helgi og getur Miami tryggt sig áfram í næstu umferð með sigri. Ef Nashville tekst að vinna munu liðin spila oddaleik um að komast í undanúrslit Austur-deildarinnar.


Athugasemdir
banner