Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
banner
   lau 25. október 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Arnór Sigurðsson meiddur á hné
Mynd: Malmö
Arnór Sigurðsson kom ekki við sögu í 1-1 jafntefli Malmö gegn Dinamo Zagreb í Evrópudeildinni á fimmtudaginn og verður ekki með í næstu leikjum liðsins vegna nýrra meiðsla.

Arnór hefur verið að glíma við mikið af meiðslum á upphafi tímabils og er búinn að missa af síðustu sjö leikjum Malmö í röð í öllum keppnum.

Núna virðist hann vera að berjast við sinameiðsli í hné og er ekki greint frá alvarleika meiðslanna. Ljóst er að sinameiðsli á hné geta haldið leikmönnum frá keppni í fleiri mánuði.

Arnór er 26 ára gamall og á rúmlega tvö ár eftir af samningi sínum við Malmö.
Athugasemdir
banner