Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
banner
   lau 25. október 2025 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Raphinha lenti í bakslagi fyrir El Clásico
Mynd: EPA
Mynd: Barcelona
El Clásico slagurinn heimsfrægi fer fram á morgun þar sem Real Madrid fær Barcelona í heimsókn til höfuðborgarinnar.

Meiðslalistar beggja liða voru nokkuð langir fyrir nokkrum dögum en hafa farið minnkandi. Það voru þó slæmar fregnir að berast úr herbúðum Barcelona þar sem þjálfarateymið býst ekki við að Raphinha nái leiknum.

Bataferli Raphinha leit vel út eftir meiðsli á læri en hann fann fyrir sársauka í gær og gat ekki klárað æfingu. Hann er að gangast undir rannsókn og ef í ljós kemur að hann meiddist aftur þá verður kantmaðurinn frá keppni í um mánuð til viðbótar.

Dani Olmo, Gavi og Robert Lewandowski eru einnig á meiðslalista Börsunga ásamt markvörðunum Joan García og Marc-André ter Stegen.

Andreas Christensen og Frenkie de Jong eru tæpir vegna veikinda en gætu náð leiknum og þá eru Ferran Torres, Lamine Yamal og Fermín López allir komnir til baka úr meiðslum.

„Við gerðum allt sem við gátum á leikmannamarkaðinum í sumar. Við erum með flottan hóp bara mikið af meiðslum, við ætlum ekki að kaupa nýja leikmenn í janúar," segir Deco, yfirmaður fótboltamála hjá Barca.

„Við erum að bíða eftir að okkar leikmenn komi aftur úr meiðslum."
Athugasemdir
banner
banner