Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
   mán 27. október 2025 13:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir Jónatan og Tryggva ekki hafa upplifað hvernig það sé að vera svangur
Jónatan Ingi kom að tólf mörkum með beinum hætti á tímabilinu.
Jónatan Ingi kom að tólf mörkum með beinum hætti á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi kom að átján mörkum með beinum hætti á tímabilinu.
Tryggvi kom að átján mörkum með beinum hætti á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Aðalsteinn Kristjánsson, eða Nonni coach eins og hann er oft kallaður, var gestur í Kjaftæðinu þar sem rætt var um lokaumferð Bestu deildarinnar. Baldvin Már Borgarsson er umsjónarmaður þáttarins og Alexander Aron Davorsson var líka í þættinum.

Nonni tók sérstaklega fyrir þá Jónatan Inga Jónsson og Tryggva Hrafn Haraldsson hjá Val. Hann sagði þá ekki fá nægilega samkeppni um sæti í liðinu.

„Það er búið að tönglast á því að Patrick (Pedersen) og Frederik Schram hafi meiðst og svo var Tómas (Bent Magnússon) seldur út - allt hrinur. Hjá Val ertu með Tryggva og Jónatan Inga, það er hægt að horfa í tölfræði og þeir koma að mörgum mörkum, en ég fullyrði að þetta er besta kantaraparið í deildinni, ekkert félag með betri kantmenn."

„Mín tilfinning er sú að það sem er að í Val sé að þessir gæjar borða á hverjum einasta degi af hlaðborði, vakna og það er hlaðborð, borða það sem þeir vilja þangað til þeir eru saddir. Síðan koma einhverjir gaurar á eftir þeim, en það skiptir ekki máli hverjir það eru. Þeir (Jónatan og Tryggvi) geta átt einn eða tvo lélega leiki, en eru áfram í liðinu, eru svo að hámarki teknir einu sinni út úr liðinu."

„Ef þeir væru í Víkingi þá myndu þeir mæta á hlaðborðið, ætla fá sér að borða en fatta að þar séu mættir Daði Berg, Gylfi, Stigur Diljan, Óskar Borgþórs, Erlingur Agnarsson og Valdimar. Þeir allir sitja við hlaðborðið. Og ef einhver er ekki tilbúinn að gera nóg þá fær hann ekki borða."

„Tryggvi og Jónatan hafa ekki upplifað hvernig það er að vera svangur, þeir eru í þægindaramma. Annað hvort þarf Valur að taka inn gaura sem veita þeim alvöru samkeppni, eða að þeir fari annað og upplifa samkeppni. Ég sé fyrir mér ef Tryggvi færi í Víking þá yrði hann þar í eitt tímabil, færi svo aftur erlendis, hann er það góður. En honum líður bara svo vel, og það er sorglegt að horfa á þetta."

„Patrick meiddist og þá getur Valur ekki neitt. Í staðinn fyrir að Túfa sé að hætta, þá finnst mér að leikmenn þurfi að taka ábyrgð. Ef Hólmar (Örn Eyjólfsson) á lélegan leik, haldið þið að hann fari á bekkinn? Mér finnst skandall að Valur sé tólf stigum á eftir Víkingi,"
segir Nonni í þættinum. Hann skaut á Jónatan fyrir að hafa valið Val þegar hann kom heim, segir að hann hafi ekki þorað í samkeppni hjá öðru félagi.

„Mér finnst kúltúrinn hjá Val vera í ruglinu, ég vorkenni Túfa," segir Alexander sem segir Túfa þó hafa gert mistök með því að færa Tryggva í stöðu fremsta manns eftir að Patrick meiddist.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan.
Kjaftæðið - KR ætlar að taka yfir Bestu deildina
Athugasemdir
banner