Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 27. nóvember 2022 17:58
Ívan Guðjón Baldursson
HM: Króatía kom til baka og sendi spræka Kanadamenn heim
Mynd: EPA

Króatía 4 - 1 Kanada
0-1 Alphonso Davies ('2)
1-1 Andrej Kramaric ('36)
2-1 Marko Livaja ('44)
3-1 Andrej Kramaric ('70)
4-1 Lovro Majer ('94)


Króatía og Kanada áttust við í annarri umferð F-riðils heimsmeistaramótsins og tóku Kanadamenn forystuna snemma leiks.

Alphonso Davies, sem klúðraði af vítapunktinum í 1-0 tapi gegn Belgíu, skoraði með skalla eftir aðeins tveggja mínútna leik en Króatar brugðust vel við og tóku stjórn á leiknum.

Andrej Kramaric gerði jöfnunarmark á 36. mínútu og tók Marko Livaja svo forystuna skömmu fyrir leikhlé.

Síðari hálfleikurinn var jafnari, galopinn og fjörugur en gæðamunurinn kom í ljós og tvöfaldaði Kramaric forystuna með sínu öðru marki.

Það var svo í uppbótartíma sem Lovro Majer gerði endanlega út um viðureignina með auðveldu marki eftir slæm varnarmistök Kamal Miller. Mislav Orsic var óeigingjarn þegar hann var kominn einn gegn markmanni en lagði boltann frekar til hliðar þar sem Majer gat skorað í autt markið.

Lokatölur 4-1 og á Króatía úrslitaleik við Belgíu í lokaumferð riðlakeppninnar. Þetta eru frábær úrslit fyrir Marokkó sem nægir stig gegn Kanada til að tryggja sig í 16-liða úrslitin. Kanada er aftur á móti úr leik.


Athugasemdir
banner
banner