Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 27. nóvember 2022 20:35
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu markið: Morata braut ísinn með snyrtilegu marki
Mynd: EPA

Spánn er 1-0 yfir þegar stundarfjórðungur er eftir af venjulegum leiktíma í viðureign liðsins gegn Þýskalandi í riðlakeppni heimsmeistaramótsins.


Spánverjar voru óheppnir að skora ekki í fyrri hálfleik en Þjóðverjar virtust með yfirhöndina í þeim síðari. Þeir komust nálægt því að taka forystuna áður en Alvaro Morata skoraði fyrir Spán.

Morata kom inn af bekknum á 54. mínútu og setti boltann í netið átta mínútum síðar, eftir laglegan undirbúning frá Jordi Alba.

Morata gerði vel og kláraði færið afar snyrtilega til að koma Spánverjum yfir.

Nú þurfa Þjóðverjar að skora því annars eru þeir búnir að tapa tveimur leikjum í riðlakeppni HM í fyrsta sinn í sögunni.

Þjóðverjar eru þó ekki úr leik þó þeir endi á að tapa þessari viðureign. Úrslitin munu ráðast í lokaumferðinni.



Athugasemdir
banner
banner