PSV er að selja sinn besta leikmann, Cody Gakpo, til Liverpool á 44 milljónir punda. Liverpool greiðir 37 milljónir punda fyrir Gakpo og getur verðmiðinn hækkað um sjö milljónir punda með árangurstengdum greiðslum.
Hollenska félagið hefur þegar hafið leit sína að nýjum sóknarmanni og er Ola Brynhildsen, leikmaður norsku meistaranna í Molde, einn af þeim sem PSV ætlar sér að fá í sínar raðir.
Hollenska félagið hefur þegar hafið leit sína að nýjum sóknarmanni og er Ola Brynhildsen, leikmaður norsku meistaranna í Molde, einn af þeim sem PSV ætlar sér að fá í sínar raðir.
Fabrizio Romano greinir frá því að viðræður séu í gangi milli PSV og Molde sem og PSV og leikmannsins.
Brynhildsen er 23 ára framherji sem samningsbundinn er út tímabilið 2024. Hann kom til Molde frá Stabæk á miðju tímabili 2020 og skoraði ellefu mörk í nítján leikjum þegar Molde tryggði sér norska titilinn í ár.
Hann lék í síðasta mánuði sinn fyrsta A-landsleik þegar Noregur lék gegn Írlandi og þremur dögum síðar lék hann sinn annan landsleik gegn Finnlandi.
Athugasemdir