Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   þri 27. desember 2022 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Van Persie segir að Gakpo geti leyst allar stöðurnar fram á við
Liverpool er að landa hollenska sóknarmanninum Cody Gakpo frá PSV. Liverpool greiðir 37 milljónir punda fyrir landsliðsmanninn og getur verðmiðinn hækkað upp í 44 milljónir punda með árangurstengdum greiðslum.

Robin van Persie, fyrrum framherji Arsenal og Manchester United sem starfar hjá PSV, hefur bent Liverpool á það að Gakpo er ekki hreinræktuð 'nía' heldur geti leyst nokkrar stöður fram á við.

Liverpool verður án þeirra Luis Díaz og Diogo Jota næstu mánuði og Gakpo mun því eflaust strax fá mikið af tækifærum í liði Liverpool.

Gakpo hefur skorað fjótán mörk í 23 leikjum með PSV í öllum keppnum á tímabilinu og skoraði þrjú mörk fyrir Holland á HM í Katar.

„Hann er góður leikmaður og finnur í flestum leikjum leið til að hafa áhrif með því að leggja upp eða skora," sagði Van Persie við BT Sport í október. „Hann er alltaf hættulegur. Hann er ekki þessi hreinræktaða 'nía'; hann getur spilað sem tía, á vinstri kantinum, sem fölsk nía eða á hægri kantinum. Hann getur spilað þessar fjórar fremstu stöður (einnig sem fremsti maður). Hann er sterkbyggður, snöggur og getur tekið menn á. Hann er með allan pakkann.
Athugasemdir
banner
banner
banner