Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
   þri 27. desember 2022 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Van Persie segir að Gakpo geti leyst allar stöðurnar fram á við
Liverpool er að landa hollenska sóknarmanninum Cody Gakpo frá PSV. Liverpool greiðir 37 milljónir punda fyrir landsliðsmanninn og getur verðmiðinn hækkað upp í 44 milljónir punda með árangurstengdum greiðslum.

Robin van Persie, fyrrum framherji Arsenal og Manchester United sem starfar hjá PSV, hefur bent Liverpool á það að Gakpo er ekki hreinræktuð 'nía' heldur geti leyst nokkrar stöður fram á við.

Liverpool verður án þeirra Luis Díaz og Diogo Jota næstu mánuði og Gakpo mun því eflaust strax fá mikið af tækifærum í liði Liverpool.

Gakpo hefur skorað fjótán mörk í 23 leikjum með PSV í öllum keppnum á tímabilinu og skoraði þrjú mörk fyrir Holland á HM í Katar.

„Hann er góður leikmaður og finnur í flestum leikjum leið til að hafa áhrif með því að leggja upp eða skora," sagði Van Persie við BT Sport í október. „Hann er alltaf hættulegur. Hann er ekki þessi hreinræktaða 'nía'; hann getur spilað sem tía, á vinstri kantinum, sem fölsk nía eða á hægri kantinum. Hann getur spilað þessar fjórar fremstu stöður (einnig sem fremsti maður). Hann er sterkbyggður, snöggur og getur tekið menn á. Hann er með allan pakkann.
Athugasemdir
banner