Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
   þri 27. desember 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Wenger snéri aftur á Emirates í fyrsta sinn síðan 2018
Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, var mættur á leik liðsins gegn West Ham á Emirates-leikvanginum í gær en þetta var í fyrsta sinn síðan 2018 sem hann mætir á völlinn.

Wenger var látinn fara frá Arsenal árið 2018 en hann hafði stýrt liðinu í 22 ár og unnið ensku úrvalsdeildina þrisvar.

Hann er eini stjórinn sem hefur unnið deildina án þess að tapa leik en stuðningsmenn tóku gleði sína þegar þeir sáu Wenger í stúkunni gegn West Ham í gær.

Wenger, sem starfar fyrir FIFA í dag, var að mæta á Emirates í fyrsta sinn síðan hann var látinn fara, en hann fylgdist þar með fyrrum lærisveini sínum, Mikel Arteta, stýra liðinu til sigurs.






Athugasemdir
banner