Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 28. febrúar 2020 18:30
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn Aston Villa geta komist í sögubækur félagsins
Dean Smith, stjóri Aston Villa.
Dean Smith, stjóri Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Aston Villa og Manchester City mætast á sunnudag í úrslitaleik enska deildabikarsins.

Dean Smith, stjóri Aston Villa, getur ekki beðið eftir leiknum.

„Þetta er tækifæri. Fyrir níu árum var ég að taka við sem stjóri Walsall í C-deildinni með það markmið að bjarga liðinu frá falli. Ef einhver hefði sagt mér fyrir níu árum að ég myndi sitja hér sem stjóri liðs í ensku úrvalsdeildinni og á leið í bikarúrslit hefði ég sagt að hann væri klikkaður," segir Smith.

„Strákarnir hafa gert mjög vel í því að komast í úrslit og nú eigum við möguleika gegn einu besta liði heims. Fótbolti snýst um að vinna hluti, íþróttir snúast um að vinna."

„Það búast langflestir við sigri Manchester City en ég gæti aðeins nefnt eitt eða tvö lið sem myndu geta talist sigurstranglegri en City. Þegar þú ert kominn í úrslit færðu bara góða tilfinningu ef þú vinnur."

„Þetta er tækifæri fyrir okkar leikmenn að skrifa sig í sögubækur félagasins."
Athugasemdir
banner
banner
banner