Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 28. júlí 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Peacock-Farrell lánaður til Sheffield W. (Staðfest)
Mynd: EPA
Sheffield Wednesday er búið að tryggja sér markvörðinn Bailey Peacock-Farrell á láni frá Burnley út tímabilið.

Peacock-Farrell varði mark Leeds og var keyptur til Burnley fyrir um 2,5 milljónir punda sumarið 2019. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning en spilaði aðeins átta leiki á síðustu leiktíð.

Peacock-Farrell er 24 ára gamall landsliðsmarkvörður Norður-Írlands með 21 leik að baki.

Nick Pope, Wayne Hennessey og Will Norris eru eftir hjá Burnley og munu berjast um stöðu aðalmarkvarðar. Pope, sem á 7 leiki að baki fyrir enska landsliðið, er þar í fyrsta sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner