
„Þetta var alveg gjörsamlega sturlað að ná að landa þessu í lokin. Ég er bara ánægður með leikinn. Mér fannst þetta skemmtilegur leikur, mikið undir og vissulega hátt spennustig en mér fannst við frábærir í dag. Hvað er hægt að biðja um meira frá liðinu? Með svona karakter og svona sigri. Þetta er bara ólýsanlegt hvað maður er sáttur með strákanna og hvað menn eru fórnfúsir.“
Sagði afskaplega sáttur þjálfar Kódrengja Davíð Smári Lamude eftir dramatískan sigur Kórdrengja á Grindavík fyrr í dag. En Alex Freyr Hilmarsson skoraði sigurmark Kórdrengja í uppbótartíma eftir að Kórdrengir höfðu leikið manni færri frá 56.mínútu leiksins.
Sagði afskaplega sáttur þjálfar Kódrengja Davíð Smári Lamude eftir dramatískan sigur Kórdrengja á Grindavík fyrr í dag. En Alex Freyr Hilmarsson skoraði sigurmark Kórdrengja í uppbótartíma eftir að Kórdrengir höfðu leikið manni færri frá 56.mínútu leiksins.
Lestu um leikinn: Grindavík 1 - 2 Kórdrengir
Talsverð forföll eru í leikmannahópi Kórdrengja þessa daganna en meiðsli og leikbönn setja þar strik í reikninginn. 44 ára gamall var aðstoðarþjálfari Kórdrengja Heiðar Helguson mættur meðal varamanna með alla sína reynslu. Kitlaði það ekki Davíð að setja hann inná?
„Jú ef þess hefði þurft hefðum við sett hann inná. En það var algjört varaplan og þurfti ekki að koma til þess sem betur fer.“
Kórdrengir eiga enn möguleika á sæti í Pepsi Max deildinni að ári þótt hann sé því sem næst eingöngu stærðfræðilegur. Um komandi leiki og markmið Kórdrengja að mótslokum sagði Davíð.
„Bara safna stigum. Það er alltaf trú í okkur og allir leikir í þessari deild eru erfiðir fyrir okkur og fyrir hin liðin sem eru í kringum okkur. Við ætlum bara að standa okkur almennilega og klára mótið með sóma.“
Allt viðtalið við Davíð má sjá hér að ofan.
Athugasemdir