Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
Ekki mikið að gera hjá Elíasi í dag - „Þeir skapa ekki neitt“
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
   lau 28. ágúst 2021 17:10
Sverrir Örn Einarsson
Davíð Smári um Heiðar Helgu: Það var algjört varaplan
Lengjudeildin
Davíð Smári Lamude þjálfari Kórdrengja
Davíð Smári Lamude þjálfari Kórdrengja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var alveg gjörsamlega sturlað að ná að landa þessu í lokin. Ég er bara ánægður með leikinn. Mér fannst þetta skemmtilegur leikur, mikið undir og vissulega hátt spennustig en mér fannst við frábærir í dag. Hvað er hægt að biðja um meira frá liðinu? Með svona karakter og svona sigri. Þetta er bara ólýsanlegt hvað maður er sáttur með strákanna og hvað menn eru fórnfúsir.“
Sagði afskaplega sáttur þjálfar Kódrengja Davíð Smári Lamude eftir dramatískan sigur Kórdrengja á Grindavík fyrr í dag. En Alex Freyr Hilmarsson skoraði sigurmark Kórdrengja í uppbótartíma eftir að Kórdrengir höfðu leikið manni færri frá 56.mínútu leiksins.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  2 Kórdrengir

Talsverð forföll eru í leikmannahópi Kórdrengja þessa daganna en meiðsli og leikbönn setja þar strik í reikninginn. 44 ára gamall var aðstoðarþjálfari Kórdrengja Heiðar Helguson mættur meðal varamanna með alla sína reynslu. Kitlaði það ekki Davíð að setja hann inná?

„Jú ef þess hefði þurft hefðum við sett hann inná. En það var algjört varaplan og þurfti ekki að koma til þess sem betur fer.“

Kórdrengir eiga enn möguleika á sæti í Pepsi Max deildinni að ári þótt hann sé því sem næst eingöngu stærðfræðilegur. Um komandi leiki og markmið Kórdrengja að mótslokum sagði Davíð.

„Bara safna stigum. Það er alltaf trú í okkur og allir leikir í þessari deild eru erfiðir fyrir okkur og fyrir hin liðin sem eru í kringum okkur. Við ætlum bara að standa okkur almennilega og klára mótið með sóma.“

Allt viðtalið við Davíð má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner