Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
Ekki mikið að gera hjá Elíasi í dag - „Þeir skapa ekki neitt“
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
   fös 05. september 2025 21:59
Kári Snorrason
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Icelandair
Hákon Arnar var fyrirliði Íslands í leiknum.
Hákon Arnar var fyrirliði Íslands í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Íslenska landsliðið vann sannfærandi 5-0 sigur á Aserbaídsjan í undankeppni HM fyrr í kvöld. Hákon Arnar Haraldsson bar fyrirliðabandið í leiknum, en hann kom í viðtal að honum loknum.

Lestu um leikinn: Ísland 5 -  0 Aserbaídsjan

„Mjög sáttur, flott frammistaða hjá öllum. Stóðum okkur gríðarlega vel, sérstaklega í seinni hálfleik. Við keyrðum yfir þá, það er ekki hægt að biðja um meira en 5-0.“

Íslenska liðið lék á alls oddi í síðari hálfleik.

„Það er ógeðslega gaman þegar maður nær þessu flæði. Þeir áttu bara ekki breik, við vorum að finna hvorn annan í svæðum, spiluðum vel saman, ógeðslega gaman þegar svona leikir koma inn, allir á deginum.“

Aserbaídsjan hægðu á mikið leiknum í fyrri hálfleik, fór það í taugarnar á ykkur leikmönnunum?

„Það gerði það eiginlega of mikið, við vorum farnir að kvarta aðeins í dómaranum og þetta komst smá í hausinn á okkur hvernig þeir spiluðu. Reyna að tefja og ekki mikið að sækja, voru bara að reyna sækja jafnteflið held ég. En flott hjá okkur að halda haus og skora rétt fyrir hálfleik.“

Athugasemdir
banner
banner