Heimild: Azerisport.com

Fernando Santos, landsliðsþjálfari Aserbaísjan, er undir mikilli pressu eftir stórt tap gegn Ísland í undankeppni HM 2026 á Laugardalsvelli í kvöld.
Jahangir Farajullayev, framkvæmdastjóri fótboltasambands Aserbaísjan, tjáði sig um Santos eftir leikinn.
Jahangir Farajullayev, framkvæmdastjóri fótboltasambands Aserbaísjan, tjáði sig um Santos eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Ísland 5 - 0 Aserbaídsjan
„Það er ekkert hægt að segja en á sama tíma vil ég segja margt. Strákarnir eiga þessa stjórnun og úrslit skilið. Við berum virðingu fyrir andstæðingnum en ef við spilum svona á móti svona andstæðingi, sitjum aftarlega frá fyrstu mínútu, þá er það vandamál," sagði Farajullayev.
„Þjálfarinn valdi vitlaust kerfi. Hann gerði ekki heimavinnuna. Viðhorf hans gagnvart fótboltanum í Aserbaísjan og fólksins er ekki rétt. Hlustum á hann á fréttamannafundinum eftir leikinn. Ég býst við því að hann taki ábyrgð. Við þurfum ekki svona huglausan fótbolta. Ef þjálfarinn segir ekki af sér þá þurfum við að taka ákvörðun. Við erum að bíða eftir réttri ákvörðun frá honum."
Aserbaísjan er í 122. sæti á styrkleikalista FIFA. Aserbaídsjan hefur ekki unnið mótsleik síðan 2023 og hefur ekkert náð að rétta úr kútnum síðan Fernando Santos tók við liðinu. Liðið er án sigurs í ellefu leikjum undir hans stjórn.
Athugasemdir