Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
   fös 05. september 2025 22:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meiddist þegar hann skoraði - „Vonum það besta”
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland vann frábæran 5-0 sigur gegn Aserbaísjan á Laugardalsvelli í kvöld í fyrsta leiknum í undankeppni HM 2026.

Albert Guðmundsson átti frábæran leik en hann lagði upp fyrsta markið, átti stóran þátt í báðum mörkum Ísaks Bergmanns Jóhannessonar og skoraði sjálfur fjórða markið.

Lestu um leikinn: Ísland 5 -  0 Aserbaídsjan

Hann meiddist þegar hann skoraði og er tæpur fyrir leikinn gegn Frakklandi ytra á þriðjudaginn.

„Albert tekur meðferð í kvöld og vonandi fáum við betri greiningu á morgun þannig við vonum það besta," sagði Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi eftir leikinn.

Guðlaugur Victor Pálsson fékk krampa og Arnar telur að það sé ekki alvarlegt.
Athugasemdir
banner