Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mán 28. september 2020 16:15
Magnús Már Einarsson
Higuain klikkaði á víti og reifst við mótherjana
Argentínski framherjinn Gonzalo Higuain átti erfiða byrjun í MLS-deildinni með Inter Miami í nótt.

Higuain var að spila sinn fyrsta leik með Inter Miami síðan hann kom frá Juventus á dögunum.

Inter Miami tapaði 3-0 gegn Philadelphia Union en Higuain klikkaði á vítaspyrnu í stöðunni 2-0.

Higuain skaut yfir markið úr vítaspyrnunni en leikmenn Philadelphia Union fögnuðu eftir það fyrir framan hann.

HIguain tók því illa eins og sjá má hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner