
Arsenal komst í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna í kvöld eftir sigur á Ajax. Hin hollenska Vivianne Miedema skoraði eina mark leiksins.
Beth Mead kom inná sem varamaður þegar 25 mínútur voru til leiksloka en hún þurfti að fara af velli undir lok leiksins eftir að hafa fengið höfuðhögg.
Arsenal var búið með allar skiptingarnar og varamaður gat því ekki komið inná í stað Mead. Arsenal hafði gengið úr skugga um fyrir leikinn að það væri hægt að gera auka skiptingu ef um höfuðmeiðsli væri að ræða.
Allt kom fyrir ekki og dómararnir neituðu Arsenal um skiptingu þegar að því kom.
Það var gerð tilraun á þessu á EM u21 á síðasta ári og í ensku kvenna deildinni en því lauk í júlí á þessu ári.
Athugasemdir