Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 28. október 2020 07:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Romero fundar með Man Utd um framtíðina - Glugginn að loka í MLS
Mynd: Getty Images
Sergio Romero mætti í gær á æfingasvæði Manchester United. Framtíð Romero er í mikilli óvissu en hann er fyrir aftan David de Gea og Dean Henderson í goggunarröðinni.

Greint frá því undir lok félagaskiptagluggans að Everton hefði haft áhuga á að fá Argentínumanninn en United vildi ekki selja Romero til Everton.

Romero, sem er 33 ára, er hvorki í úrvalsdeildarhópnum hjá United né Meistaradeildarhópnum. Hann hefur nú fundað með mönnum hjá félaginu um framtíðina. Romero er sagðru vilja losna frá félaginu á frjálsri sölu.

Romero er á lokaári samnings síns hjá félaginu. Hann hefur verið orðaður við félög í MLS-deildinni en félagaskiptaglugginn þar lokar á morgun.


Athugasemdir
banner
banner
banner