Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 28. október 2022 18:49
Elvar Geir Magnússon
Ný verðlaun í Bestu deildinni - Anton Ari fær gullhanskann
Nýju verðlaunagripirnir í Bestu deildinni.
Nýju verðlaunagripirnir í Bestu deildinni.
Mynd: Besta deildin
Ein af nýjungum Bestu deildar karla og kvenna þetta árið verður afhending á nýjum verðlaunum í samstarfi við NIKE á Íslandi.

Markahæstu leikmennirnir fá afhentan NIKE gullskóinn, Bestu markmennirnir fá gullhanska NIKE (oftast haldið hreinu) og leikmenn með flestar stoðsendingar fá gullbolta NIKE. Verðlaunin verða veitt vinninghöfum eftir tímabilið.

Nökkvi Þeyr Þórisson leiðir í baráttunni um gullskóinn í Bestu deild karla en Guðmundur Magnússon þarf að skora í lokaumferðinni til að skáka honum.

Smelltu hér til að sjá lista yfir markahæstu menn

Tiago í Fram er stoðsendingahæstur og ljóst er að Anton Ari Einarsson, markvörður Breiðabliks, er búinn að tryggja sér gullhanskann fyrir að halda markinu oftast hreinu. Hann hefur haldið markinu hreinu í ellefu leikjum af 26 sem hann hefur spilað, fimm leikjum oftar en næstu menn á listanum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner