Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 28. nóvember 2020 19:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Fullt af tækifærum og Leeds nýtti eitt þeirra
Raphinha skoraði sigurmark Leeds.
Raphinha skoraði sigurmark Leeds.
Mynd: Getty Images
Everton 0 - 1 Leeds
0-1 Raphinha ('79 )

Leeds hafði betur gegn Everton á Goodison Park. Leikur liðanna var að klárast fyrir stuttu.

Leikurinn var gríðarlega fjörugur og það vantaði svo sannarlega ekki marktækifærin í hann. Bæði lið fengu fullt af færum í fyrri hálfleik og skoraði Everton tvö rangstöðumörk. Það var í raun með ólíkindum að ekki hefði verið skorað í fyrri hálfleik.

Fjörið hélt áfram í seinni hálfleiknum. Leeds skoraði á 66. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu; í þriðja sinn í leiknum sem það gerðist.

Á 79. mínútu var loksins skorað löglegt mark. Það gerði Brasilíumaðurinn Raphinha með flottu skoti. Fyrsta markið sem hann skorar fyrir Leeds en hann gekk í raðir félagsins fyrir tímabilið frá Rennes í Frakklandi.

Everton náði ekki að jafna metin. Gylfi Þór Sigurðsson sat allan tímann á bekknum í kvöld.

Lokatölur 1-0 fyrir nýliða Leeds, sem voru heilt yfir, aðeins sterkari aðilinn í leiknum. Everton fékk samt sem áður mikið magn af færum. Leeds fer upp í 11. sæti með 14 stig. Everton byrjaði mótið frábærlega, en það hefur aðeins hægst á lærisveinum Carlo Ancelotti. Everton er núna með 16 stig í sjötta sæti.

Önnur úrslit í dag:
England: VAR-dramatík í jafntefli Liverpool og Brighton
England: Magnaður Mahrez - Meira að segja Mendy skoraði
Athugasemdir
banner
banner
banner