Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 28. nóvember 2020 22:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrír leikmenn Tottenham sagðir á óskalista Everton
Dele Alli virðist ekki vera inn í myndinni hjá Jose Mourinho.
Dele Alli virðist ekki vera inn í myndinni hjá Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Everton beinir sjónum sínum að þremur leikmönnum Tottenham fyrir janúargluggann.

Þetta herma heimildir Football Insider.

Í greininni kemur fram að samkvæmt heimildarmanni Everton, þá sé félagið að fylgjast vel með stöðu mála hjá Dele Alli, Harry Winks og Paulo Gazzaniga.

Þessir þrír leikmenn eru ekki byrjunarliðsmenn í liði Jose Mourinho sem hefur verið að gera gott mót í ensku úrvalsdeildinni til þessa á tímabilinu.

Alli og Winks eru báðir 24 ára gamlir miðjumenn sem eiga landsleiki að baki fyrir England. Winks byrjaði 26 leiki í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en hefur aðeins spilað 17 mínútur í síðustu sex deildarleikjum. Alli hefur ekki einu sinni komist í hóp í síðustu fimm deildarleikjum. Gazzaniga er orðinn þriðji markvörður Spurs eftir komu Joe Hart til félagsins síðasta sumar.

Það er spurning hvað það þýðir fyrir Gylfa Þór Sigurðsson ef Everton reynir að fá Winks og Alli. Gylfi kom ekki við sögu í 1-0 tapi Everton gegn Leeds fyrr í kvöld.
Athugasemdir
banner