Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 29. janúar 2023 23:36
Ívan Guðjón Baldursson
Brighton hafnaði risatilboði Arsenal samstundis
Mynd: EPA

Fabrizio Romano tekur undir fregnir þess efnis að Arsenal hafi boðið 70 milljónir punda fyrir Moises Caicedo, miðjumann Brighton.


Hann bætir því þó við að Brighton hafi samstundið hafnað tilboðinu sem þýðir að Arsenal hefur 48 klukkustundir til að koma með enn betra tilboð.

Hinn 21 árs gamli Caicedo vill ólmur skipta yfir til Arsenal en Brighton hefur engan áhuga á að selja einn af sínum bestu leikmönnum, sérstaklega eftir að hafa misst Leandro Trossard til Arsenal á dögunum.

Ákveði Arsenal að fara alla leið er ljóst að Caicedo gæti skákað Nicolas Pepe sem dýrasta leikmanni í sögu Arsenal.

Pierre-Emerick Aubameyang er næst dýrastur í sögunni en þar á eftir koma Ben White og Alexandre Lacazette.


Athugasemdir
banner