
Harpa Karen Antonsdóttir, leikmaður Hauka, spilaði sinn fyrsta fótboltaleik í átta mánuði þegar liðið lagði KR 2-1 í æfingaleik í Vesturbænum í gær.
Harpa Karen greindist með krabbamein í fyrra og hóf lyfjagjöf síðastliðið haust.
Sex mánuðir eru liðnir síðan hún kláraði krabbameinsmeðferðina og í gær spilaði hún fimmtán mínútur gegn kR.
Harpa Karen greindist með krabbamein í fyrra og hóf lyfjagjöf síðastliðið haust.
Sex mánuðir eru liðnir síðan hún kláraði krabbameinsmeðferðina og í gær spilaði hún fimmtán mínútur gegn kR.
„Fyrsti leikur í ca 3 ár án hausverks 🤯 Er svo ótrúlega glöð og stolt af sjálfri mér, búin að leggja svo mikið á mig og koma mér í hlaupaform upp á síðkastið, gat ekki hlupið einn fótboltahring í byrjun janúar 🙃" sagði Harpa á Instagram.
„Þetta er svo stór sigur fyrir mig og búið að vera markmiðið mitt síðan ég byrjaði í meðferð. Góð byrjun á sumrinu og LOKSINS fótbolti."
Athugasemdir