Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 29. maí 2020 09:09
Magnús Már Einarsson
Harpa spilaði sinn fyrsta leik eftir krabbameinsmeðferð
Harpa Karen Antonsdóttir eftir leikinn í gær.
Harpa Karen Antonsdóttir eftir leikinn í gær.
Mynd: Instagram - Harpa Karen
Harpa Karen Antonsdóttir, leikmaður Hauka, spilaði sinn fyrsta fótboltaleik í átta mánuði þegar liðið lagði KR 2-1 í æfingaleik í Vesturbænum í gær.

Harpa Karen greindist með krabbamein í fyrra og hóf lyfjagjöf síðastliðið haust.

Sex mánuðir eru liðnir síðan hún kláraði krabbameinsmeðferðina og í gær spilaði hún fimmtán mínútur gegn kR.

„Fyrsti leikur í ca 3 ár án hausverks 🤯 Er svo ótrúlega glöð og stolt af sjálfri mér, búin að leggja svo mikið á mig og koma mér í hlaupaform upp á síðkastið, gat ekki hlupið einn fótboltahring í byrjun janúar 🙃" sagði Harpa á Instagram.

„Þetta er svo stór sigur fyrir mig og búið að vera markmiðið mitt síðan ég byrjaði í meðferð. Góð byrjun á sumrinu og LOKSINS fótbolti."

View this post on Instagram

Fyrstu 15 min í sumar ❤️ • Fyrsti leikur í 8 mánuði ⚽️ • 8 mánuðir síðan ég byrjaði í lyfjagjöf 💉 • 6 mánuðir síðan ég kláraði erfiða krabbameinsmeðferð 🦀 • Fyrsti leikur í ca 3 ár án hausverks 🤯 Er svo ótrúlega glöð og stolt af sjálfri mér, búin að leggja svo mikið á mig og koma mér í hlaupaform upp á síðkastið, gat ekki hlupið einn fótboltahring í byrjun janúar 🙃 Þetta er svo stór sigur fyrir mig og búið að vera markmiðið mitt síðan ég byrjaði í meðferð Góð byrjun á sumrinu og LOKSINS fótbolti ⚽️🏆❤️ Getið séð á síðustu mynd hversu glöð ég var að fá að spila ❤️

A post shared by 𝙷𝙰𝚁𝙿𝙰 𝙺𝙰𝚁𝙴𝙽 𝙰𝙽𝚃𝙾𝙽𝚂𝙳𝙾𝚃𝚃𝙸𝚁 (@harpakareen) on


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner