fös 29. júlí 2022 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Sterling skoraði í sigri Chelsea - McNeil setti tvennu
Chris Wood með sigurmarkið gegn Atalanta
Sterling skoraði annað mark Chelsea gegn Udinese.
Sterling skoraði annað mark Chelsea gegn Udinese.
Mynd: Getty Images
Calvert-Lewin gerði laglegt skallamark.
Calvert-Lewin gerði laglegt skallamark.
Mynd: Getty Images
Wood tryggði Newcastle sigur gegn Atalanta.
Wood tryggði Newcastle sigur gegn Atalanta.
Mynd: Getty Images

Chelsea spilaði við Udinese í æfingaleik í kvöld þar sem bæði lið gerðu aðeins fimm skiptingar í leiknum og var augljóslega alvara.


Chelsea sýndi mikla yfirburði og stóð uppi sem sigurvegari þrátt fyrir að vera aldrei með meira en eins marks forystu nema bara í nokkrar mínútur.

N'Golo Kante og Raheem Sterling skoruðu í fyrri hálfleik áður en Gerard Deulofeu minnkaði muninn fyrir Udinese. Mason Mount innsiglaði svo sigurinn undir lokin.

Þetta var næstsíðasti leikur Chelsea á undirbúningstímabilinu. Liðið mætir Udinese aftur í öðrum æfingaleik í fyrramálið.

Udinese 1 - 3 Chelsea
0-1 N'Golo Kante ('20)
0-2 Raheem Sterling ('37)
1-2 Gerard Deulofeu ('42)
1-3 Mason Mount ('90)

Everton lagði þá Dynamo Kyiv að velli með þremur mörkum gegn engu á meðan Newcastle sigraði Atalanta.

Dominic Calvert-Lewin skoraði snemma leiks með glæsilegum skalla eftir magnaða sendingu frá James Tarkowski úr vörninni. Í síðari hálfleik kom Dwight McNeil inn af bekknum og setti tvennu við mikla hrifningu Frank Lampard.

Öruggur sigur hjá Everton en sigur Newcastle var talsvert naumari þar sem Chris Wood gerði eina mark leiksins úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik.

Að lokum var Viðar Ari Jónsson í byrjunarliði Honved sem tapaði fyrir sterku liði Zalaegerszegi sem vann meðal annars æfingaleik gegn AC Milan á dögunum. Liðin mættust í fyrstu umferð ungversku deildarinnar.

Íslendingalið Lecce tapaði þá æfingaleik gegn Parma en enginn Íslendingur var í byrjunarliðinu.

Everton 3 - 0 Dynamo Kyiv
1-0 Dominic Calvert-Lewin ('4)
2-0 Dwight McNeil ('73)
3-0 Dwight McNeil ('78)

Newcastle 1 - 0 Atalanta
1-0 Chris Wood ('32, víti)

Honved 0 - 1 Zalaegerszegi

Parma 1 - 0 Lecce

Braga 2 - 1 Celta Vigo


Athugasemdir
banner
banner
banner