Leiðin úr Lengjunni: Verðlaunum fyrri hlutann og línur aðeins að skýrast
Draumalið fyrri umferð í hverri deild (2-5. deild)
Innkastið - Verður Valur Íslandsmeistari?
EMvarpið - Tómleikatilfinning í Thun
Turnar segja sögur: Gullmörk, bikarævintýri og fallslagur í Noregi!
Útvarpsþátturinn - Fjör í Mosó og markaðurinn kominn í gang
EMvarpið - Grautfúlt að byrja mótið með þessum hætti
Leiðin úr Lengjunni - Njarðvíkingar brjóta blað og Árbæingar að vakna?
Grasrótin - 10. umferð, Mosóbrósar jarðtengdir af mögnuðum Magnamönnum
EMvarpið - Fylgdarmaður, fallegur bær og fyrsti leikur
Tímabilið nánast hálfnað í neðri deildunum!
Innkastið - Mótlæti og mætir ekki í viðtöl
Útvarpsþátturinn - Besta deildin, TG9 og EM
Tveggja barna móðirin sem leikur á sínu fjórða stórmóti fyrir Ísland
Diljá og Karólína: Úr Krikanum á Evrópumótið með Íslandi
Turnar segja sögur: Ísland og Júgóslavía
Grasrótin - 9. umferð, línurnar farnar að skýrast í neðri deildum
Leiðin úr Lengjunni - Fjölnismenn sóttu langþráðan sigur
Innkastið - Stuðningsmenn KR bauluðu á Hlíðarenda
Uppbótartíminn - Núna fer hausinn á EM
   fim 29. ágúst 2024 23:00
Sverrir Örn Einarsson
Arnar Gunnlaugsson fer vel yfir málin
Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga tók símtal við fréttaritara Fótbolta.net eftir markalaust jafntefli Víkinga gegn Santa Coloma í Andorra í viðureign liðanna í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu. Eftir 5-0 sigur í heimaleiknum var nokkuð ljóst að leið Víkinga í deildarkeppnina væri nokkuð greið.

Farið var um víðan völl í viðtalinu. Fjallað var um leikin sem skilur lítið eftir sig og afrekið að vera í Sambandsdeildinni eftir að lið Breiðabliks ruddi brautina í fyrra.

Þá er einnig farið í stórleik Víkinga og Vals sem framundan er næstkomandi sunnudag og framhaldið í deildinni.

Arnar ræðir einnig framtíð Pablo Punyed hjá Víkingum sem fór í vel heppnaða aðgerð vegna krossbandaslita í vikunni sem og fjarveru Arons Elís Þrándarsonar sem ferðaðist ekki með Víkingum til Andorra.

Að lokum talar Arnar um eigin framtíð og þann glugga sem Sambandsdeildin er fyrir hann sem þjálfara en hann var ekki langt frá því að taka við liði Norköpping fyrir tæpu ári síðan.

Símtalið má heyra í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner