Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
Uppbótartíminn - Íslenski kvennaboltinn á mannamáli
Tveggja Turna Tal - Agla María Albertsdóttir
Innkastið - Enginn skilaréttur!
Hugarburðarbolti GW34 Þig er ekki að dreyma, Liverpool eru Englandsmeistarar!
Enski boltinn - Liverpool er Englandsmeistari 2025 (Staðfest)
Tveggja Turna Tal - Guðjón Örn Ingólfsson
Grasrótin - Upphitun fyrir 4 og 5. deild
Útvarpsþátturinn - Allt galopið í Bestu og eftirvænting í Liverpoolborg
Innkastið - Báðir nýliðarnir lögðu Víking
Hugarburðarbolti GW 33 Liverpool aðeins einum sigri frá því að verða meistarar.
Grasrótin - Upphitun fyrir 3. deild
Grasrótin - Upphitun fyrir 2. deild
Útvarpsþátturinn - Mjólkin býður upp á það óvænta
Hugarburðarbolti GW 32 Það eru 9 fingur á bikarnum hjá Liverpool!
Leiðin úr Lengjunni - Upphitun fyrir Lengjudeildina 2025
Niðurtalningin - Verður skjöldurinn áfram í Kópavogi?
Niðurtalningin - Breyttir tímar á Hlíðarenda
Innkastið - Fyrirliðinn missir hausinn og meistarar hrynja
Niðurtalningin - Víkingur með háleit markmið
Tveggja Turna Tal - Gunnar Jarl Jónsson
   fim 29. ágúst 2024 23:00
Sverrir Örn Einarsson
Arnar Gunnlaugsson fer vel yfir málin
Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga tók símtal við fréttaritara Fótbolta.net eftir markalaust jafntefli Víkinga gegn Santa Coloma í Andorra í viðureign liðanna í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu. Eftir 5-0 sigur í heimaleiknum var nokkuð ljóst að leið Víkinga í deildarkeppnina væri nokkuð greið.

Farið var um víðan völl í viðtalinu. Fjallað var um leikin sem skilur lítið eftir sig og afrekið að vera í Sambandsdeildinni eftir að lið Breiðabliks ruddi brautina í fyrra.

Þá er einnig farið í stórleik Víkinga og Vals sem framundan er næstkomandi sunnudag og framhaldið í deildinni.

Arnar ræðir einnig framtíð Pablo Punyed hjá Víkingum sem fór í vel heppnaða aðgerð vegna krossbandaslita í vikunni sem og fjarveru Arons Elís Þrándarsonar sem ferðaðist ekki með Víkingum til Andorra.

Að lokum talar Arnar um eigin framtíð og þann glugga sem Sambandsdeildin er fyrir hann sem þjálfara en hann var ekki langt frá því að taka við liði Norköpping fyrir tæpu ári síðan.

Símtalið má heyra í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner