
Valur 1 - 3 Braga
0-1 Guðrún Arnardóttir ('6 )
0-2 Leah Nicole Lewis ('29 )
1-2 Jordyn Rhodes ('73 )
1-3 Zoi Van De Ven ('91 , víti)
Lestu um leikinn
0-1 Guðrún Arnardóttir ('6 )
0-2 Leah Nicole Lewis ('29 )
1-2 Jordyn Rhodes ('73 )
1-3 Zoi Van De Ven ('91 , víti)
Lestu um leikinn
Portúgalska Íslendingaliðið Braga henti Valskonum úr leik, 3-1, í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á KONAMI-vellinum í Mílanó í kvöld.
Guðrún Arnardóttir og Ásdís Karen Halldórsdóttir gengu til liðs við Braga í sumar og eru heldur betur að stimpla sig inn hjá þeim portúgölsku, en þær sáu um að búa til opnunarmark leiksins.
Alicia Correia kom með frábæran bolta inn á teiginn sem sveif yfir vörn Vals og á Ásdísi sem kom honum áfram á Guðrúnu sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Braga.
Valskonur komust nálægt því að jafna metin á 13. mínútu er Elísa Viðarsdóttir kom með laglegan bolta á Jordyn Rhodes en skalli hennar fór í þverslá. Tréverkið var að þvælast fyrir báðum liðum, en fjórum mínútum eftir tilraun Rhodes voru það Bragakonur sem settu boltann í slá.
Á 23. mínútu bætti Braga við öðru eftir darraðardans í teignum og var það Leah Nicole Lewis sem þurfti ekki annað en að skófla boltanum í netið.
Staðan 2-0 í hálfleik sem virkaði ekkert allt of sanngjarnt. Valur skapaði sér fínustu færi og til alls líklegt en vantaði þennan fræga herslumun.
Valur byrjaði síðari hálfleikinn vel og tókst að halda vel í boltann, en náðu ekki að skapa sér mörg hættuleg færi. Braga fór að vinna sig aftur inn í leikinn og skapaði sér tvö færi á þremur mínútum en tókst ekki að nýta.
Fjórum mínútum síðar minnkuðu Valskonur muninn eftir skelfileg mistök frá Patriciu Morais, markverði Braga, sem átti lélega sendingu. Jasmín Erla Ingadóttir var fljót að átta sig og kom sér í boltann sem datt síðan fyrir Rhodes sem skoraði og kom Valskonum inn í leikinn.
Zoi Van De Ven gerði út um leikinn fyrir Braga undir lok leiks með marki úr vítaspyrnu og lokatölur 3-1 Braga í vil.
Braga mun mæta Diljá Ýr Zomers og stöllum hennar í Brann í úrslitaleik um sæti í umspilið á meðan Valur mætir Inter í leik um 3. sætið.
Athugasemdir