Stjarnan fær Víking í heimsókn í stórleik umferðarinnar í Bestu-deildinni í kvöld. Víkingur er með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar en með sigri getur Stjarnan minnkað muninn í eitt stig.
Leikurinn hefst 19:15 og búið er að opinbera byrjunarliðin.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 1 Víkingur R.
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, gerir tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá 0-0 jafntefli gegn FH í síðasta leik.
Stjarnan endurheimtir þá Samúel Kára Friðjónsson og Guðmund Baldvin Nökkvason úr leikbanni og koma þeir báðir inn í byrjunarlið Garðbæinga.
Úr byrjunarliði Stjörnunnar fara þeir Sindri Þór Ingimarsson og Alex Þór Hauksson.
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, gerir eina breytingu á sínu liði frá 2-1 sigri gegn Fram í síðustu umferð.
Óskar Borgþórsson snýr aftur í byrjunarliðið eftir að hafa verið fjarverandi vegna smávægilega meiðsla. Davíð Örn Atlason víkur úr byrjunarliði Víkings fyrir Óskar.
Byrjunarlið Stjarnan:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
4. Þorri Mar Þórisson
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
7. Örvar Eggertsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
10. Samúel Kári Friðjónsson
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
23. Benedikt V. Warén
32. Örvar Logi Örvarsson
44. Steven Caulker
99. Andri Rúnar Bjarnason
Byrjunarlið Víkingur R.:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth (f)
6. Gunnar Vatnhamar
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Helgi Guðjónsson
11. Daníel Hafsteinsson
19. Óskar Borgþórsson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen
25. Valdimar Þór Ingimundarson
32. Gylfi Þór Sigurðsson