Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
banner
   mið 29. nóvember 2023 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
'Æi ok, ég held mig við nokkuð náttúrulegt núna!'
Guðný valdi náttúrulegan hárlit í þetta sinn.
Guðný valdi náttúrulegan hárlit í þetta sinn.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Markvörðurinn Guðný Geirsdóttir, nýjasta landsliðskona Íslands, mætti með brúnt hár á æfingu íslenska liðsins í Cardiff í Wales í gær en hún hafði íhugað að vera miklu villtari en það í hárlit.

Guðný hefur áður sagt frá því að hún hafi verið með tíu mismunandi hárliti og aðspurð hvort hún hafi ekki íhugað að fara aftur í bláan hárlit fyrst hún er komin í landsliðið sagði hún.

„Nei, veistu ég var að íhuga að fara aftur í rauða litinn minn en hugsaði svo að líkurnar á því að ég yrði í rauðu á leikdegi væru engar þar sem við erum að fara að spila á móti Wales og Danmörku. Æi OK, ég held mig við nokkuð náttúrulegt núna!" sagði Guðný.

Leikur Wales og Íslands fer fram á föstudagskvöldið á Cardiff City Stadium í Wales. Hann verður í textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner