Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
   mið 29. nóvember 2023 09:38
Elvar Geir Magnússon
Ferdinand var slappur og fór upp á hótel í miðjum leik
Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand.
Mynd: Getty Images
Það vakti athygli að sparkspekingurinn Rio Ferdinand var skyndilega horfinn úr útsendingu TNT Sports frá Meistaradeildarleik Paris St-Germain og Newcastle á Prinsavöllum í gær.

Ferdinand var sérfræðingur í kringum upphitun fyrir leikinn en þegar honum lauk var hann hvergi sjáanlegur. Ally McCoist sem hafði verið aðstoðarlýsandi leiksins kom niður og fyllti í skarðið í uppgjörinu.

Nú hefur verið greint frá því að Ferdinand hafi verið slappur og farið veikur upp á hótel. Hann hafi síðan hvílst vel og verið orðinn hress í morgun.

Hann er núna á leið til Istanbúl og verður sérfræðingur í kringum leik Galatasaray og Manchester United sem fram fer í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner