Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 30. maí 2020 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Zola: Hazard og Willian þjáðust á æfingum
Mynd: Getty Images
Gianfranco Zola starfaði sem aðstoðarþjálfari hjá Chelsea á síðustu leiktíð, þegar Maurizio Sarri vann Evrópudeildina með félaginu og náði þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Sarri reyndi að koma sinni hugmyndafræði að hjá leikmönnum Chelsea og til að gera það lét hann leikmenn gera sömu æfingar trekk í trekk.

Zola segir að þetta hafi leikmönnum fundist leiðinlegt til lengdar, þá sérstaklega sköpunarglöðum mönnum á borð við Willian og Eden Hazard.

„Það voru hæfileikaríkir leikmenn eins og Hazard og Willian sem þjáðust á æfingum en margir aðrir sem höfðu mjög gott af. Þeir voru samt frábærir því þeir héldu alltaf haus og lögðu sig fram þrátt fyrir að finnast þetta leiðinlegt," sagði Zola við beIN Sports.

Leikstíll Sarri byggist á endurteknum hreyfingum, snöggum sendingum í auð pláss og þess vegna þarf að æfa hlutina aftur og aftur þar til þeir gerast sjálfkrafa.

„Til að byrja með voru leikmenn spenntir fyrir nýjum aðferðum en þegar tók að líða á tímabilið fannst þeim æfingarnar vera orðnar leiðinlegar vegna sífelldra endurtekninga. Leikmenn voru orðnir þreyttir á þessum æfingum og mikið leikjaálag hjálpaði ekki til.

„'Leiðinlegt' er partur af starfslýsingunni og stundum þarf leikmönnum að leiðast til að þeir geti þroskast. Þegar þér leiðist þá þarftu að leggja enn meiri metnað í það sem þú ert að gera þangað til þú verður betri.

„Ástæðan fyrir því að við byrjuðum að gera virkilega vel á lokakafla tímabilsins, þegar öll liðin í kringum okkur töpuðu stigum í sífellu, eru æfingarnar hans Sarri."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner