Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 30. júlí 2020 14:38
Magnús Már Einarsson
Fjárfestarnir frá Sádi-Arabíu hættir við að kaupa Newcastle
Mynd: Getty Images
Fjárfestingahópurinn frá Sádi-Arabíu sem ætlaði að kaupa Newcastle hefur hætt við kaupin á félaginu.

Greint var frá því í vor að fjárfestarnir ætluðu að kaupa félagið af Mike Ashley.

Stuðningsmenn Newcastle voru mjög spenntir fyrir yfirtökunni enda aðilarnir á bakvið hana mjög auðugir.

Enska úrvalsdeildin hefur ekki viljað samþykkja yfirtökuna undanfarna mánuði og nú hafa aðilarnir frá Sádi-Arabíu ákveðið að hætta við allt saman.

Í yfirlýsingu segir að viðræður við núverandi eiganda Newcastle hafi dregist á langinn og þar sem óvíst sé með það hvernig næsta tímabili verður háttað vegna kórónuveirunnar þá hafi fjárfestarnir ákveðið að draga tilboð sitt til baka.
Athugasemdir
banner
banner