Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 30. september 2022 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísland um helgina - Bikarúrslit og tvískiptingin hefst
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Það er nóg um að vera í íslenska boltanum um helgina. Það er veisla á Laugardalsvelli á morgun þar sem FH og Víkingur mætast í úrslitum Mjólkurbikarsins.


Leikurinn hefst kl 16 og verður í beinni textalýsingu á Fótbolta.net og í beinni útsendingu á RÚV.

Á leið sinni í úrslitaleikinn fór Víkingur nokkuð þægilega í gegnum Selfoss og Hauka. Þá vann liðið KR 5-3 í svakalegum leik og fór illa með Breiðablik í undanúrslitum.

FH vann Kára, ÍR og Kórdrengi þá vann liðið dramatískan sigur á KA í undanúrslitum.

Lokaumferðin í Bestu deild kvenna fer fram kl 14 á morgun. Þá hefst tvískiptingin í Bestu deild karla. KA fær KR í heimsókn í efri hlutanum og tveir leikir fara fram í neðri hlutanum. Allir leikirnir á sunnudaginn.

laugardagur 1. október

Mjólkurbikar karla
16:00 FH-Víkingur R. (Laugardalsvöllur)

Besta-deild kvenna
14:00 KR-Þór/KA (Meistaravellir)
14:00 Stjarnan-Keflavík (Samsungvöllurinn)
14:00 Valur-Selfoss (Origo völlurinn)
14:00 Breiðablik-Þróttur R. (Kópavogsvöllur)
14:00 ÍBV-Afturelding (Hásteinsvöllur)

sunnudagur 2. október

Besta-deild karla - Efri hluti
15:00 KA-KR (Greifavöllurinn)

Besta-deild karla - Neðri hluti
15:00 Keflavík-ÍA (HS Orku völlurinn)
17:15 Fram-Leiknir R. (Framvöllur - Úlfarsárdal)


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner