Manchester City skoðar miðjumenn fyrir janúargluggann, Bayern fylgist með þróun mála hjá markverði Liverpool og Newcastle vill Jonathan David. Þetta og fleira í slúðurpakkanum.
Manchester City íhuga að gera tilboð í spænska miðjumanninn Martin Zubimendi (25) hjá Real Sociedad í janúarglugganum. Zubimendi var nálægt því að ganga í raðir Liverpool í sumar. (Football Insider)
Bayern München fylgist vel með þróun mála hjá brasilíska markverðinum Alisson Becker (31) hjá Liverpool. Hann hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu. (Sun)
Newcastle gæti barist við Inter og Juventus um Jonathan David (24) kanadískan framherja Lille. (Calciomercato)
Liverpool er eitt af nokkrum enskum úrvalsdeildarfélögum sem fylgjast með stöðu spænska kantmannsins Juanlu Sanchez (21) hjá Sevilla, 21. (Caught Offside)
Manchester City hefur verið sagt að félagið þurfi að borga að minnsta kosti 70 milljónir punda til að fá ítalska miðjumanninn Nicolo Barella (27) frá Inter. (Football Insider)
Chelsea vonast eftir janúartilboðum í enska vinstri bakvörðinn Ben Chilwell (27) þrátt fyrir að hann sé kominn aftur í aðalliðshópinn. (Mirror)
Manchester United íhugar að fá enska markvörðinn Anthony Patterson (24) frá Sunderland til að verða varamakvörður fyrir Andre Onana. (Sun)
Manchester United er með Massimiliano Allegri, fyrrverandi stjóra Juventus, á blaði sem hugsanlegan kost í stjórastólinn í stað Erik ten Hag. (Caught Offside)
Barcelona hefur fengið leyfi frá La Liga til að fá Wojciech Szczesny (34), fyrrum markvörð Póllands, Arsenal og Juventus, á frjálsri sölu. Hann á að fylla skarð Marc-Andre ter Stegen (32) sem er meiddur. (Mundo Deportivo)
Juventus, Barcelona og nokkur ensk úrvalsdeildarfélög vilja fá Nico Williams (22), spænska kantmanninn hjá Athletic Bilbao. (Fichajes)
Amanda Staveley og Mehrdad Ghodoussi, fyrrum meðeigendur Newcastle, eru langt komin í viðræðum um kaup á hlut í Tottenham. (Mirror)
Athugasemdir